Svona er best að þrífa kuldaskóna

Það eru eflaust einhverjir skór þarna úti sem þurfa að fá smá yfirhalningu, enda hefur veðrið ekki verið upp á sitt besta undanfarið. Hér er aðferð sem þrífur skóna á augabragði, því það jafnast ekkert á við hreina og góða skó þó að slabbið sé með yfirgang þessi dægrin.

Svona þrífur þú kuldaskóna

  • Blandið saman skvettu af ediki og uppþvottalögi í skál með volgu vatni.
  • Bleytið örtrefjaklút upp úr blöndunni og strjúkið yfir skóna þar til óhreinindin renna af.
  • Látið þorna og njótið „nýja skóparsins“.
Sjáanlegur munur eftir að hafa þrifið með blöndunni.
Sjáanlegur munur eftir að hafa þrifið með blöndunni. mbl.is/TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka