Bollurnar sem seldust upp í fyrra koma aftur

Elenora Rós verður aftur í samstarfi við Deig um bolludagshelgina.
Elenora Rós verður aftur í samstarfi við Deig um bolludagshelgina.

Metsöluhöfundurinn og bakarinn Elenora Rós Georgesdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Hún ætlar annað árið í röð ásamt teyminu á Deig, að standa vaktina yfir bolluhelgina og djúpsteikja bollur. En fyrir þá sem eru ekki með það á hreinu er Deig eitt svakalegasta bakarí landsins og staðsett í Tryggvagötunni.

Í ár ætla Deig og Elenora að bjóða upp á þrjár tegundir af bollum. Þetta eru allt vatnsdeigsbollur sem eru djúpsteiktar og í boði verða vatnsdeigsbollur fylltar með: 

  • Vanillurjóma og hinberjasultu.
  • Vanillurjóma og silkimjúkum Omnom-súkkulaði ganache.
  • Vanillurjóma og mjólkurkaramellu eða Dulce de leche karamellu.

Elenora og teymið á Deig verða mætt eldsnemma að selja bollur föstudaginn 25. febrúar og alveg framm á mánudaginn 28. febrúar. Forpantanir fara í gegnum deig@leckock.is. 

Elenora segist ómögulega geta valið hver sín uppáhalds bolla er en það flakki á milli þessarar með hindberjasultunni og með karamellunni. Hún skorar á fólk að prófa djúpsteiktu bollurnar því þær séu algjörlega einstakar. Bolludagur er uppáhaldsdagur Elenoru sem hún kallar þjóðhátíðardag bakara. Í fyrra seldust allar bollurnar upp og löng röð myndaðist fyrir utan deig þannig að við mælum með að fólk forpanti bollurnar til að grípa ekki í tómt.

Elenora var í ítarlegu forsíðuvitali við Vikuna ekki alls fyrir löngu sem hefur hreyft við fólki enda saga hennar ótrúleg – allt frá fæðingu en viðtalið er hægt að nálgast HÉR.

Ljósmynd/Hallur Karlsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert