Lakkrískóngur í samstarf við djúsrisa

Johan Bülow
Johan Bülow

Okk­ar ást­sæli og ókrýndi lakk­rí­skóng­ur, Joh­an Bülow – par­ar sig sam­an við Joe & The Juice með bragðgóðri nýj­ung er kall­ast „Power Shake“.

Hér er bragðgóði lakk­rís­inn að taka hönd­um sam­an við einn vin­sæl­asta drykk Joe & The Juice, þar sem sæt­an af vanillu, bön­un­um og fersk­um jarðarberj­um verður að gúrme út­gáfu – húðuð með hvítu súkkulaðii og stökku hýði. Á umbúðunum er sér­stak­ur QR-kóði þar sem lakk­rís­fram­leiðand­inn biður neyt­end­ur að gefa lakk­rís­in­um ein­kunn og ákv­arða þannig framtíð lakk­rís­ins. Power Shake er þó ein­göngu fá­an­leg­ur á net­inu í tak­mörkuðu upp­lagi, sem og í versl­un­um Lakrids By Bülow.

Nýr lakkrís frá Johan Bülow.
Nýr lakk­rís frá Joh­an Bülow. mbl.is/​Joh­an Bu­low
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert