Við höfum rætt hann hér áður á matarvefnum, enda ratar hann auðveldlega í fréttirnar fyrir það eina hver hann er. Við erum að tala um Salt Bae sem hefur snúið aftur til höfuðborgarinnar London – en seint á síðasta ári opnaði hann nýjan veitingastað í Sádi-Arabíu.
Tyrkneski matreiðslumeistarinn og slátrarinn, er snúinn aftur á veitingastað sinn í London sem hefur vakið alls kyns athygli undanfarna mánuði þá einna helst fyrir rándýrar gylltar steikur og aðra skandala á matseðli. En að þessu sinni er fyrrgreint hráefnið ekki í sviðsljósinu, því nú sést til hans skera avokadó eins og sannur fagmaður.
Myndband sást af Salt Bae, er hann stillir upp fjórum avokadó ávöxtum í röð, rétt áður en hann sker lárétt í gegnum þá alla á einu bretti – þá með ansi beittum hníf.