Nýjar vörur gera vart um sig í verslunum þessi dægrin og eitt af því sem við sjáum eru þessi fjölnota kassar eða bakkar frá Normann Copenhagen, sem þjóna tilgangi sem og gleðja augað.
Bent er nafnið á litlum geometrískum bökkum, sem mótaðir eru úr birkispóni og lakkaðir í fallegum litum. Hér haldast notagildi og fagurfræði í hendur, en hugmyndin á bakvið bakkana kemur frá hefðbundnum japönskum „magewappa bento“ boxum að sögn hönnuðanna Joseph Guerra and Sina Sohrab. Bent bakkarnir eru hagnýtir í stærð og má nota víða á heimilinu – undir kryddin í eldhúsinu, inn á baðherbergi eða á skrifstofuna. Bakkarnir eru staflanlegir og fást í þremur fallegum litum.