Bolla ársins 2022

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Hér fer Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, sem heldur úti matarblogginu Döðlum & smjöri, á kostum en í aðalhlutverki er einmitt nýi Royal-búðingurinn sem rokið hefur út úr verslunum frá því hann kom á markað í byrjun febrúar.

Vatnsdeigsbollur
  • 10-14 bollur
  • 250 ml vatn
  • 125 g smjör
  • 125 g hveiti
  • 4 egg

Aðferð:

  1. Stillið ofn á 180°C. Setjið vatn og smjör í pott og leyfið smjörinu að bráðna.
  2. Takið pottinn af hitanum og hrærið hveitinu saman við þar til deigið er orðið einn massi, kælið deigið örlítið.
  3. Setjið deigið í hrærivélarskál og bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli.
  4. Setjið deigið þá í sprautupoka og sprautið bollur á smjörpappírsklædda plötu, eða notið tvær teskeiðar til setja deigið á plötuna. Bakið í 18-20 mínútur.
  5. Ef þið viljið hafa bollurnar stærri þá er tíminn aukinn í samræmi við það.

Fylling

  • ½ pk. Eitt sett Royal-búðingur
  • 250 ml mjólk
  • 250 ml rjómi
  • piparfylltar lakkrísreimar

Aðferð:

  1. Blandið saman Eitt sett-búðingi og mjólk og hrærið vel saman, kælið. Þeytið rjómann og gott er að setja hann í sprautupoka en ekkert mál að setja á bolluna með skeið líka. Skerið niður lakkrísreimarnar í u.þ.b. cm bita.
  2. Takið bollurnar og skerið þær í tvennt. Ég mæli með Nusica-súkkulaðismyrju til að gera hatt á bollurnar, hita það örlítið í örbylgju og dýfa. Það stífnar í fullkominn bolluhatt að mínu mati.
  3. Takið þá búðinginn og setjið 1-2 msk. af honum í botninn á bollunum, magn eftir stærð. Sprautið þá rjómanum yfir og lokið bollunum. Sáldrið þá lakkrísnum yfir bollurnar og berið fram.
  4. Ef bollurnar eru ekki bornar fram strax, geymið þær í kæli.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert