Hinn vinsæli uppþvottalögur, Fairy Liquid, hefur fengið yfirhalningu á umbúðum flöskunnar, þar sem lokið er nú að finna á botninum.
Það er óhætt að segja að Fairy sé að ganga í gegnum byltingakennda tíma, því á 62 ára sögu fyrirtækisins er búið að snúa flöskunni í fyrsta skipti á hvolf. Því þarf ekki að kreista út síðastu dropana, eða velta flöskunni og bíða eftir að slykjurnar leki niður hliðarnar – því Fairy er nú orðið mun notendavænna en áður. Í tilefni að þessum stórviðburði fyrirtækisins, þá hefur saga þess verið rekin – en þess má geta að flöskurnar urðu fyrst gegnsæjar snemma á tuttugustu öldinni þó að hvíta upprunalega flaskan hafi komið aftur á markað í takmörkuðu upplagi árið 2010 í tilefni að 50 ára afmæli vörumerkisins.