Stærsta jarðarber heims komið í heimsmetabókina

Heimsmet var slegið hér í febrúarmánuði, er þetta risavaxna jarðaber …
Heimsmet var slegið hér í febrúarmánuði, er þetta risavaxna jarðaber kom til sögunnar. Mbl.is/GUINNESS WORLD RECORDS

Sum uppskera verður óhjákvæmilega áhrifameiri en önnur – það sýndi sig er þetta risavaxna jarðarber leit dagsins ljós og sló heimsmet í leiðinni.

Það var bóndi í Ísrael sem ræktaði ferlíkið, sem hefur verið vottað sem það þyngsta í heimi að mati Heimsmetabókar Guinness – eða tæp 600 grömm. Það tók jarðarberið um 45 daga frá blómgun að ná stærðinni og slá í leiðinni út fyrra met – en árið 2015 var það jarðarber í Japan sem hlaut heimsmetartitilinn þar til metið var slegið.

Mbl.is/GUINNESS WORLD RECORDS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert