Húsráðin sem allir ættu að kunna

Kanntu öll húsráðin í bókinni?
Kanntu öll húsráðin í bókinni? mbl.is/

Snjöll húsráð geta komið víða við – ekki bara í eldhúsum eða við eldamennsku, því hér sýnum við ykkur hnappa- og skó trix sem allir ættu að kunna.

Skyrtuhnappar
Skyrtuhnappar eiga það til að detta af við minnsta hnjask. Stundum eru þeir einfaldlega ekki nægilega vel festir og losna því auðveldlega þegar við hneyppum þeim oft og mörgum sinnum. En til þess að hnapparnir haldist þar sem þeir eiga að vera, þá er afar sniðugt að lakka yfir með glæru naglalakki á hnappana til að þræðirnir festist – og þá ættu þeir að haldast mun lengur án nokkurra vandræða.

Rússkinsskór
Blettótta rússkinsskó þarf að þrífa rétt eins og allt annað. Og til þess að ná að þrífa slíka skó sem best, er ráð að hella augnfarðahreinsi í bómullarskífu og þurrka þannig létt yfir skóna. Óhreinindin munu sýna sig í bómullarskífunni og skórnir verða eins og nýjir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert