Hér er það loksins komið! Klakaboxið sem leysir svo margan vanda fyrir þá sem elska að fá ísmola út í drykkinn sinn.
Þetta stórsniðuga box sáum við á vafri um netið, en það inniheldur bakka sem rúmar 55 litla kubbaklaka í einu. Það besta við bakkann er þó, að því fylgir lok með svo að vatnið sullast ekki til hliðanna þegar þú kemur því haglega fyrir í frysti. Eins er stærra boxi smellt undir sjálfan bakkann þar sem þú getur sturtað tilbúnu klökunum ofan í og fyllt aftur á klakabakkann til að „framleiða meira“. Rúsínan í pylsuendanum er svo skeið sem fylgir með til að moka upp úr, rétt eins og á alvöru klakabar. Græjan kostar um 2.600 krónur og fæst HÉR.