Við tökum öllum húsráðum fagnandi – þá sérstaklega þeim er snúa að því hvernig best sé að þvo hvítan þvott.
Allra flinkustu áhrifavaldana í þrifum og þvotti er oftar en ekki að finna á samfélagsmiðlinum TikTok – og margir hverjir sýna daglega frá góðum ráðum fyrir heimilið. Þetta húsráð er einmitt fengið þaðan, en það kennir okkur að besta leiðin til að þvo hvítan þvott sé að setja einn bolla af matarsóda í sápuhólfið og hella nokkrum dropum af eucalyptus-ilmolíudropum í litla hólfið þar sem mýkingarefnið fer vanalega. Þannig helst þvotturinn mun lengur hvítur og fínn.