Ostaveisla sem þessi getur dugað sem léttur kvöldverður en einnig er sniðugt að útbúa svona íburðamikinn ostabakka sem forrétt í stærri veislu. Helsti kosturinn við svona ostaveislu að mínu mati er að hér geta flestir fundið sér eitthvað við hæfi. Það er úr nægu að velja og ostar, álegg, kex, brauð og ávextir í bland gleðja bæði augað og bragðlaukana og þá er alveg ómissandi að bjóða upp á einn bakaðan ost, t.d. bakaðan Dala Brie með pekanhnetum.
Þessi ostabakki kemur úr bók Berglindar Hreiðarsdóttur, Saumaklúbburinn, sem aðdáendur hennar ættu ekki að láta framhjá sér fara.
Aðferð:
Hér til hliðar kemur upptalning á því sem þið finnið á bakkanum en svo er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða þegar kemur að því að setja svona bakka saman. Það gilda engar reglur þegar kemur að ostabakkagerð og um að gera að velja það sem ykkur þykir gott og passa vel saman og svo má auðvitað stækka og minnka bakkann eftir þörfum.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir