Einn frægasti stóll heims í nýjum litum

Y-stóllinn er nú fáanlegur í níu nýjum litum.
Y-stóllinn er nú fáanlegur í níu nýjum litum. Mbl.is/Carl Hansen & Søn

Y-stóllinn eins og hann er kallaður, er nú fáanlegur í níu nýjum litum og það er engin önnur en Ilse Crawford sem á heiðurinn að nýju litunum.

Stóllinn er þekkt hönnun danska Hans J. Wegner, sem fagnar 70 ára samstarfsári með fyrirtækinu Carl Hansen & Søn, sem hafa framleitt stólinn samfleitt í öll þessi ár - einn vinsælasta borðstofustól allra tíma. Og til að fagna þessum tímamótum hefur fyrirtækið fengið enga aðra en Ilse Crawford með sér í lið til að hanna níu nýja liti á stólinn. Ilse segir í fréttatilkynningu að hún hafi fengið innblástur í gegnum verk danska listamannsins Per Kirkeby, sem málar mikið í náttúrulegum litatónum, sem endurspeglast í nýju litavali á fallegu stólunum.

Ilse Crawford sá um hönnunina á nýju litunum.
Ilse Crawford sá um hönnunina á nýju litunum. Mbl.is/Carl Hansen & Søn
Mbl.is/Carl Hansen & Søn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert