Hágæða handgerð krydd frá Túnis

Safa Jemai
Safa Jemai Kristinn Magnússon

Fyrir um það bil ári byrjaði Safa Jemai á því því að kanna möguleika á því að flytja inn og selja hérlendis heimagert og handgert krydd móður sinnar í Túnis. Hún kynnti það fyrst fyrir Þráni Frey Vigfússyni, matreiðslumanni og eiganda Sumac í Reykjavík, hann tók vel í hugmyndina, fleiri sýndu kryddinu áhuga í kjölfarið, undirbúningur að innflutningi hófst og í fyrrakvöld kynnti starfsmaður frá bakaríinu Sandholti og matreiðslumenn frá Héðni, Kjötkompaníi, Matarkjallaranum og Sumac mismunandi rétti með kryddinu auk þess sem kryddaðir kokteilar frá Sumac og Jungle Bar stóðu boðsgestum á Sumac til boða.

Sumarið 2017 kom Safa til Íslands í fyrsta sinn og vann í gróðurhúsi Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði í þrjá mánuði. „Það var mjög skemmtilegt, en ég fór aftur heim til Túnis í september, þar sem ég var í námi í hugbúnaðarverkfræði,“ segir hún orðrétt enda talar hún góða íslensku.

Viðheldur hefðinni

Í ágúst 2018 flutti Safa til Íslands og hélt áfram í náminu, en eftir að hafa verið hér í tvö ár fór hún í heimsókn til fjölskyldunnar í Túnis. „Ég tók fljótlega eftir því að maturinn hérna er svolítið öðruvísi en ég átti að venjast,“ segir hún. „Mamma hefur alltaf búið til sitt eigið krydd, hefur sagt að svona hafi það verið gert í gamla daga og hún ætli að viðhalda hefðinni, og þegar ég kom aftur til baka tók ég með mér mismunandi krydd frá henni og prófaði við eldamennskuna. Ég notaði það til dæmis á silung, þorsk og íslenskt kjöt og það kom mjög vel út.“ Þegar hún hafi eitt sinn farið út að borða á Sumac hafi hún vakið athygli Þráins á kryddunum. „Hann sagðist hlakka til að fá þessi krydd og í október var ég komin með öll tilskilin leyfi.“

Undirbúningurinn var erfiðari og meira krefjandi en Safa átti von á og ekki bætti Covid úr skák. Hún hafi til dæmis þurft að stofna framleiðslufyrirtæki í Túnis, fá vottun á framleiðsluna og hanna umbúðir. „Ég hef enga reynslu á þessu sviði, þurfti aðstoð ráðgjafa, vina og fjölskyldunnar, en allt gekk upp að lokum, innflutningurinn hófst í haust og kryddið er meðal annars notað á veitingastöðunum Sumac, Duck & Rose, Brút, í Matarkjallaranum og Héðni.“ Hún leggur áherslu á að fjölskyldan sé með sér í þessu. „Pabbi og Yosri bróðir minn, sem er bara 24 ára, hafa hjálpað mér mjög mikið með störfum sínum í Túnis og fyrir það er ég mjög þakklát.“

Umbúðirnar eru umhverfisvænar, annars vegar pappírspokar og hins vegar margnota viðarkrukkur unnar úr ólífutrjám, sem fólk getur fyllt á eftir þörfum. „Ég vil ekki nota plast,“ segir Safa. „Kryddið er gæðavara, sem meistarakokkar nota, og svona viðarkrukkur eru til dæmis vinsælar í Bandaríkjunum og Hollandi. Hvers vegna ekki á Íslandi, hugsaði ég með mér og ákvað að fara þessa leið.“

Fyrirtækið heitir Mabrúka (mabruka.is) eftir móður Söfu. Panta má kryddið á heimasíðunni og til að byrja með fæst það líka í Sælkerabúðinni, hjá Kjötkompaníi og á veitingastaðnum Brút. „Ég vil taka eitt skref í einu og sé svo til með framhaldið,“ segir Safa.

Safa Jemai frá Túnis kynnir krydd, matreiðslumenn frá Héðni, Kjötkompaní, …
Safa Jemai frá Túnis kynnir krydd, matreiðslumenn frá Héðni, Kjötkompaní, Matarkjallaranum og Sumac nota það í rétti sína og Jungle Bar kynnir drykki með því. Kristinn Magnússon
Safa Jemai frá Túnis kynnir krydd, matreiðslumenn frá Héðni, Kjötkompaní, …
Safa Jemai frá Túnis kynnir krydd, matreiðslumenn frá Héðni, Kjötkompaní, Matarkjallaranum og Sumac nota það í rétti sína og Jungle Bar kynnir drykki með því. Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Safa ásamt Sindra Guðbrand­i, yf­ir­mat­reiðslu­meist­ara á Héðni.
Safa ásamt Sindra Guðbrand­i, yf­ir­mat­reiðslu­meist­ara á Héðni. Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert