Hefur ekki borðað grænmeti í 22 ár

Summer hefur ekki borðað grænt í 22 ár.
Summer hefur ekki borðað grænt í 22 ár. Mbl.is/Kennedy News

Kona nokkur sem þjáist af áráttu-sjúkdómi, hefur ekki borðað ávexti né grænmeti í 22 ár.

Summer Monro hefur ekki borðað grænt frá þriggja ára aldri, en hún þjáist af matar áráttuhegðun er kallast „Arfid“ – eða „avoidant restrictive food intake disorder“. Hún telur sjálf að hegðun hennar hafi byrjað þegar hún var neydd til að borða kartöflumús við þriggja ára aldur og út frá því hafi þessi árátta kviknað gagnvart ávöxtum og grænmeti. Hún segist einfaldlega ekki getað lagt slíkt sér til munns, þar sem hið stóra verkfæri líkamans, heilinn – geti hreinlega ekki hugsað sér að hún borði slíka fæðu.

Summer, borðar mikið af kjúklinganöggum og kartöfluflögum, og verður afar sjaldan veik. Henni hafa verið boðnar fúlgur fjár fyrir að borða eitthvað smáveigis af grænmeti sem hún þvertók fyrir – enda segist hún ekki geta það, þrátt fyrir að hafa sótt sérstakar meðferðir við áráttunni og stundað dáleiðslu, þá hafi það litlu skilað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert