Geggjað Vipp eldhús á Íslandsbryggju

Splúnkunýtt hótelrými Vipp í Kaupmannahöfn.
Splúnkunýtt hótelrými Vipp í Kaupmannahöfn. mbl.is/Vipp

Við förum ekkert í felur með hrifningu okkar á Vipp eldhúsunum – en Vipp var að opna enn eitt hótelrýmið þar sem þú finnur fullbúið eldhús.

Nýja hótelrýmið er staðsett í gömlu „Blyantsfabrikken“, á Islands Brygge í Kaupmannahöfn - eða í sama húsnæði og matarklúbburinn þeirra er starfræktur og við sögðum frá hér fyrir ekki svo löngu.

Í þessu sögulega húsi í Bauhaus stíl frá árinu 1930, hefur fimmta hótelrýmið opnað – eins glæsilegt og við var að búast. Íbúðin er 90 fermetrar á jarðhæð við sólbjartan garð á jarðhæð í húsinu. Innanhússhönnunin var í höndum Julie Cloos Mølsgaard sem breytti opnu eldhúsi og borðkrók ásamt svefn- og baðherbergi í áhrifaríka upplifun fyrir komandi gesti.

Ljósgrátt V1 eldhús frá Vipp er í íbúðinni, sem endurspeglar litatónana í öllu öðru í rýminu - frá beige yfir í hlýja gráa tóna. Í þessu fullbúna eldhúsi má matreiða allt frá léttari réttum yfir í stærri máltíðir, og njóta í góðum félagsskap. Fyrir áhugasama, þá má bóka nótt á hótelinu HÉR.

mbl.is/Vipp
mbl.is/Vipp
Borð og stólar eru einnig frá Vipp.
Borð og stólar eru einnig frá Vipp. mbl.is/Vipp
mbl.is/Vipp
mbl.is/Vipp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert