Þekktasti veitingastaður Færeyja og jafnframt sá eini sem er með Michelin-stjörnur hefur sent frá sér tilkynningu um að staðurinn muni flytja til Grænlands í sumar.
KOKS hefur oft verið kallaður afskekktasti Michelin staður veraldar og nú verður hann ennþá fjær í burtu. Yfirkokkurinn Poul Andrias Ziska mun taka yfir veitingastaðinn á Ilimanaq Lodge sem staðsettur er í þorpinu Ilimanaq. Íbúafjöldi þar eru 53. Gestir á hótelinu hafa forgang á að snæða 17-20 rétta smakkseðil staðarins sem kostar 309 dollara en staðurinn rúmar einungis 30 gesti á kvöldi.
Hægt er að bóka borð HÉR.