Besta aðferðin til að þrífa vatnsbrúsa

Hversu oft þværðu vatnsbrúsann þinn?
Hversu oft þværðu vatnsbrúsann þinn? mbl.is/blog.goodlifefitness.com

Vatnsbrúsar eiga það til að verða skítugir og í raun mun skítugri en við höldum. Hér bjóðum við upp á bestu aðferðina til að þrífa brúsana okkar, en þar kemur pasta til sögunnar.

Við höfum áður birt húsráð er snúa að þrifum á vatnsbrúsunum okkar, en það finnast ýmsar aðferðir til að þrífa brúsana. Stundum hefur verið rætt að setja hrísgrjón og smá vatn saman við – og hrissta ærlega saman. En þetta húsráð hér er á sömu nótunum, nema þú setur nokkur penne pasta saman við. Pastað er stærra um sig en hrísgrjónin, og auðveldara að skola aftur úr brúsanum eftir að hafa hreinsað hann. Alveg þess virði að prófa, enda enginn sem vill drekka hreint vatn úr brúsa með fullt af bakteríum. En nýleg rannsókn leiddi í ljós að vatnsflaska meðal íþróttamanns, inniheldur í kringum 313.499 einingar af bakteríum á hvern fersentimetra. Besta leiðin til að halda brúsanum hreinum, er þó að þvo hann upp úr sápuvatni eftir hvern dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert