Konan á bak við fallegasta skrifborð heims

Arkitektinn Bodil Kjær, fagnar stórafmæli þessa dagana.
Arkitektinn Bodil Kjær, fagnar stórafmæli þessa dagana. Mbl.is/Keith Greenbaum Studio

Hún er konan sem stendur á bak við skrifborð sem nefnt hefur verið það fallegasta í heimi, en borðið hefur verið notað í hvorki meira né minna en í þremur James Bond myndum. Og í dag fagnar hún 90 ára afmæli sínu.

Bodil Kjær er danskur arkitekt sem hefur skapað sérstöðu í sínum heimi. Verkin hennar hafa birst í New York Times, Wall Street Journal Magazine, sem og á hvíta tjaldinu. Hún er menntuð í Danmörku, Englandi og Bandaríkjunum og sótti innblástur til goðsagna á við Charles og Ray Eames, en Bodil starfaði einnig um tíma hjá hönnuðinum Paul McCobb.

Eitt af hennar fallegustu verkum er þó borðstofuborðið Principal sem var hannað árið 1961. En borðið er fáanlegt í fjórum mismunandi útgáfum og endurspeglar norræna hönnun í sinni bestu mynd – einfaldar línur með áherslu á virkni. Eins má finna borðstofustóla í sömu vörulínu, með hringlaga sessu sem endurspeglar danska hönnun á sinn besta hátt.

EInstaklega falleg vörulína sem inniheldur borð og stóla og kallast …
EInstaklega falleg vörulína sem inniheldur borð og stóla og kallast „Principal". Mbl.is/Karakter
Mbl.is/Karakter
Mbl.is/Karakter
Skrifborðið sem birst hefur á hvíta tjaldinu - hannað af …
Skrifborðið sem birst hefur á hvíta tjaldinu - hannað af Bodil Kjær. Mbl.is/Karakter
Mbl.is/Cassina
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert