Engin orð geta lýst búrskáp Khloe Kardashian

Khloe Kardashian og búrskápurinn góði.
Khloe Kardashian og búrskápurinn góði. Ljósmynd/samsett

Það eru ná­kvæm­lega eng­in orð sem geta líst því hvernig búr­skáp­ur Khloe Kar­dashi­an lít­ur út. Það kem­ur ým­is­legt upp í hug­ann en til að súmma þetta upp þá er þetta búr­skáp­ur sem marg­ir myndu fórna ýmsu fyr­ir.

Að því sögðu þá ger­um við okk­ur grein fyr­ir að búið er að taka til fyr­ir mynda­tök­una því ólík­legt er að Khloe eða starfs­fólk henn­ar dundi sér við að raða kexi í krukk­ur en maður veit þó aldrei.

Enda­laust hillupláss, upp­lýst­ar hill­ur, skúff­ur og skipu­lag. Ein­hver myndi kalla þetta blaut­an draum og við erum býsna ná­lægt því.

Khloe birti mynd­irn­ar á vefsíðu syst­ur sinn­ar, Kourt­ney, sem kall­ast Poosh og geym­ir ýmis sniðug Kar­dashi­an trix en ljóst er að Khloe hef­ur tekið til hend­inni frá því hún sýndi okk­ur síðast inn í búr­skáp­inn sinn.

Ljós­mynd/​Poosh
Ljós­mynd/​Poosh
Ljós­mynd/​Poosh
Ljós­mynd/​Poosh
Ljós­mynd/​Poosh
Ljós­mynd/​Poosh
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert