Sælkerabakarinn og heimshornaflakkarinn, Axel Þorsteinsson, færir okkur þessa ómótstæðilegu ostaköku sem gengur undir nafninu San Sebastian. Hann segir kökuna vera einfalda í framreið og í miklu uppáhaldi.
San Sebastian ostakaka
- 500 g rjómaostur (ekki smyrjanlegur)
- 300 g sýrður rjómi 18%
- 200 g mascarpone
- 400 g rjómi
- 3 tsk. mais sterkja
- 1 tsk. kökuhveiti
- 2 ½ bolli sykur
- 4 stór egg (60 gr hvert)
- 1 feit og djúsí vanillu stöng (gætir fengið góða í næsta bakaríi)
- Áhöld: Skál, sleikja, vigt. Hringlaga form 26 x 6 cm.
- Tips: Vanilla sem færst í matvöruverslun er vanalega ekkert frábær, þannig notið annað hvort tvær þannig, eða notið dropa í staðinn (3 tsk). Ég er mjög vandlátur á vanillu, en þetta er allt smekksatriði.
Aðferð:
- Hitið ofninn í 200 gráður með blæstri.
- Takið kökuhringinn og létt fitið hann með smjöri eða spreyi. Settu smjörpappír í formið (þetta getur verið hvaða stærð sem þú vilt og það má vera botn á hringnum, en þarf ekki).
- Öll hráefni þurfa að vera við stofu hita. Mikilvægt er að hræra mjög rólega svo deigið fái ekki loft í sig. Hrærið með sleikju, ekki pískara.
- Settu rjómaost, mascarpone og sýrðan rjóma í skál, og blandið rjómanum varlega saman við svo deigið kekkist ekki.
- Skerið vanilluna í tvennt og skafið fræin úr - setjið í skálina. Reynið að skafa eins vel og hægt er.
- Blandið sykrinum saman við, sigtið svo þurrefnin í og blandið.
- Hellið deiginu í formið, bankið í borðið til að losa um eitthvað loft sem gæti verið í deiginu. Hvílið í 10-20 mínútur til að deigið losni við loftið.
- Bakið í 20-25 mín. Kakan mun vera soldið „wiggly“ en hún á að vera það. Hækkið hitann núna í 280-300 gráður (öskrandi heitt) - því hærra því betra.
- Bakið kökuna þangað til hún er orðin dökk brún (karamellusera toppinn vel).
- Takið kökuna út og kælið niður.
Ofboðslega góð ostakaka sem ber hið virðulega nafn „San Sebastian“.
Mbl.is/everylittlecrumb