Viðtökurnar framar vonum

Mat­vælaráðherra, Svandís Svavars­dótt­ir, af­hjúpaði nýtt upp­runa­merki fyr­ir mat­vör­ur og blóm, Íslenskt staðfest, í Hörp­unni í vik­unni og seg­ir Erla Hjör­dís Gunn­ars­dótt­ir, sem er í verk­efna­hóp fyr­ir merkið, að viðtök­urn­ar hafi verið fram­ar von­um. Nú þegar séu komn­ar nokkr­ar um­sókn­ir og fjöl­marg­ar fyr­ir­spurn­um frá áhuga­söm­um aðilum sem hyggj­ast nýta sér merkið á sín­ar umbúðir.

Íslenskt staðfest er nýtt upp­runa­merki fyr­ir mat­vör­ur og blóm sem eru fram­leidd­ar og pakkað á Íslandi. Merkið mun auðvelda neyt­end­um að velja ís­lenskt, en til að mega nota merkið þurfa fram­leiðend­ur að ábyrgj­ast að hrá­efni sé ís­lenskt og fram­leiðsla og pökk­un hafi farið fram á Íslandi. Kjöt, egg, sjáv­ar­af­urðir og mjólk skal í öll­um til­fell­um vera 100% ís­lenskt. Allt að 25% inni­halds í blönduðum/​unn­um mat­vör­um má vera inn­flutt.

Nokkr­ar um­sókn­ir borist

Bænda­sam­tök Íslands eiga og reka merkið. Vott­un­ar­stof­an Sýni sér um út­tekt­ir hjá þeim fyr­ir­tækj­um sem kjósa að nota merkið. Eng­inn má nota merkið nema hafa til þess leyfi sem sótt er um sér­stak­lega, gang­ast und­ir staðal merk­is­ins og upp­fylla op­in­ber­ar kröf­ur til sinn­ar starf­semi.

„Það er al­veg ljóst að neyt­end­ur vilja skýr­ar upp­lýs­ing­ar um upp­runa mat­vöru og betri upp­runa­merk­ing­ar. Viðbrögðin við merk­inu hafa verið fram­ar von­um og strax í kjöl­farið af kynn­ing­unni á því feng­um við um­sókn­ir frá fram­leiðend­um sem vilja nota merkið á sín­ar vör­ur. Fjöl­marg­ar fyr­ir­spurn­ir, úr öll­um átt­um, hafa borist okk­ur í vik­unni og er það afar ánægju­legt að geta loks­ins boðið upp á slíkt merki sem neyt­end­ur geta treyst,“ seg­ir Erla Hjör­dís.

Staðfest.is

Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Erla Hjör­dís Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert