Lýsing er það mikilvægasta í eldhúsið

Falleg ljós frá framleiðandanum Fritz Hansen.
Falleg ljós frá framleiðandanum Fritz Hansen. Mbl.is/Fritz Hansen

Í eldhúsinu þarf að vera rými fyrir eldamennsku sem og notalegheit – en til þess þarf að huga að lýsingunni. Hér eru nokkur mikilvæg atriði sem ber að hafa í huga er þú velur lýsingu í eldhúsið.

Góð vinnulýsing
Mikilvægasta ljósið í eldhúsinu er vinnuljósið fyrir ofan eldhúsborðið. Það er ómissandi að vera með lýsingu sem dreifir birtunni jafnt yfir borðplötuna, eða vinnusvæði eldhússins. Ef þú velur hangandi ljós, þá er þumalputtareglan sú að ljós eigi að hanga 75-80 cm fyrir ofan borðplötu. Passið að velja ljós sem auðvelt er að þurrka af og þrífa, því fita og óhreinindi eiga það til að safnast hratt upp í eldhúsinu.

Hvað ertu að borða?
Á mörgum heimilum er borðstofuborðið orðið aðal samkomustaður fjölskyldunnar. Hér er borðað, unnið og skólaverkefni leyst - og þar safnast gestir oftast saman. Mikilvægt er að velja borðstofuljósið vel, og þá eitt sem dreifir birtunni jafnt yfir borðið án þess að blinda þá sem þar sitja.

Notaleg birta
Ljós og lampar hjálpa til við að skapa notalega stemningu í rýmum og það sama gildir um eldhúsið. Sjáðu til þess að vera með vinnulýsingu en einnig kósí-birtu frá vegglampa eða öðru ljósi sem hægt er að dimma.

Mundu eftir hornunum
Eitt af stærstu mistökunum er við lýsum upp rými, er að gleyma hornunum. Láttu herbergi líta út fyrir að vera stærra með því að setja lampa í hornið, það stækkar rýmið til muna.

Mbl.is/Fritz Hansen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert