Stundum rekumst við á græjur sem eru í senn svo einfaldar og snjallar að okkur er orða vant. Við erum að tala um græju sem var hönnuð af húsmóður sem átti við sama vandamál að stríða og við hin. Hún leysti vandann á einfaldan hátt; þrammaði yfir í Sharktank og fékk fjármögnun og í dag getum við öll keypt vöruna sem mun einfalda líf okkar til muna.
Við erum að tala um Wad-Free sem er lítil græja sem kemur í veg fyrir að lök fari í flækju í þvottavélinni og þurrkaranum. Þú enfaldlega festir lakið á græjuna eða spjaldið og lakið kemur út án þess að vera upprúllað eða í álíka rugli.
Við hvetjum jafnframt einhvern snjallan hér á landi til að hefja innflutning á þessari snilldargræju svo við hin getum keypt nóg af henni og tryggt okkur sársaukalausan lakaþvott í komandi framtíð.