Sigurjón Bragi í 5. sæti í Bocuse d´Or

Sigurjón er alsæll með árangurinn.
Sigurjón er alsæll með árangurinn. Ljósmynd/Aðsend

Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í 5. sæti í Evrópuforkeppni Bocuse d´Or matreiðslukeppninnar sem haldin var í Búdapest dagana 23. -24. mars. Árangurinn gefur honum keppnisrétt í aðalkeppni Bocuse d´Or sem haldin verður í Lyon í Frakklandi í janúar 2023.

Sigurjón ræddi við Morgunblaðið í nóvember um undirbúning sinn fyrir keppnina.

Áfram strangar æfingar

Þjálfari Sigurjóns er Sigurður Laufdal, Bocuse d´Or keppandi 2021 og 2013, og aðstoðarmaður er Hugi Rafn Stefánsson. Dómari íslands var Friðgeir Ingi Eiríksson.

Sigrujón og félagar munu nú halda ströngum æfingum áfram en Sigurjón stefnir ótrauður á verðlaunapall í Lyon.

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í efstu níu sætunum. Bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert