Snjallasta húsráðið fyrir ruslapoka

Hér kynnum við snjallasta pokatrixið í bókinni.
Hér kynnum við snjallasta pokatrixið í bókinni. mbl.is/

Ruslapokar eiga það til að vera til vandræða í tunnunni heima – því handföngin eru oftar en ekki komin ofan í pokann sjálfan og það finnst okkur síður en svo vera gaman. En við rákumst á lausn við þessum litla lífsins vanda sem við deilum með ykkur hér.

Til þess að handföngin á pokanum haldist kyrr, þá þykir afbragðslausn að hengja litla plasthanka eða króka á hliðarnar á tunnunni. Síðan smeygir þú handföngunum yfir hankana - og þegar pokinn ætlar sér af stað, þá grípa hankarnir í hann og halda honum kyrrum. Stórsnjallt!

Hér má sjá hvernig handföngunum á pokanum er smeygt yfir …
Hér má sjá hvernig handföngunum á pokanum er smeygt yfir plasthankann. mbl.is/TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert