Til að viðhalda þvottinum okkar sem best, þannig að hann sé ferskur og flottur – þá þarf afskaplega lítið til.
Besta ráðið fyrir allan þvott
- Byrjið á því að tappa af vatninu í pumpunni í þvottavélinni (litla hólfið sem er neðst á vélinni).
- Setjið óhreinan þvott inn í vélina. Takið gamalt handklæði og hellið nokkrum dropum af lavanderolíu í handklæðið og setjið með inn í vélina.
- Notið helst fljótandi þvottaefni í stað dufts, því það fer alltaf betur með þvottinn.
- Þvoið samkvæmt leiðbeiningum og njótið þess að þvotturinn sé hreinn og „frískandi“, lengur en þig grunar.