Sprengjuboxin hennar Hildar slá í gegn

Það er Hildur Gunnlaugsdóttir sem á heiðurinn að þessum æðislegu …
Það er Hildur Gunnlaugsdóttir sem á heiðurinn að þessum æðislegu boxum sem slá í gegn í hverri veislu. mbl.is/Mynd aðsend

Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og fagurkeri með stóru „F-i“, er einstaklega hugmyndarík og útsjónarsöm. En hún á heiðurinn að þessum „sprengjuboxum“ sem fólk er að elska og það ekki að ástæðulausu.

Við rákumst á boxin hennar Hildar á Instagram síðunni hennar, þar sem hún sýnir frá einu slíku sem hún bjó til og var að fara gefa. Boxin eru stútfull af allskyns sælgæti og öðrum uppákomum sem allir eru að elska. En við spurðum Hildi nánar út í boxin sem hafði þetta að segja; „Ég og dóttir mín sem er 11 ára, erum að gera þetta saman og hafa boxin verið vinsæl í afmælisgjafir. Ég kaupi þrjá missstóra kassa í Søstrene Grene, en auðvitað er hægt að nota hvaða kassa sem er. Síðan skerum við úr hliðunum, tökum svo tvöfalt límband og límum smá bút aftan á það nammi sem við ætlum að nota – það þarf alls ekki að vera  mikið lím. Svo þarf að raða þessu þannig að þetta passi vel á hverja hlið. Eins er gaman að troðfylla minnsta hólfið þannig að það flæði virkilega út úr því þegar það er opnað. Ég setti líka núna smá kökuskraut með til að hafa þetta pínu extra“, segir Hildur.

Við hér á matarvefnum erum nokkuð viss um að box sem þessi munu ekki síður slá í gegn hjá fullorðnum, en þá má jafnvel fylla þau með einhverju öðru.

Hildur notar þrjú misstór box í verkið.
Hildur notar þrjú misstór box í verkið. mbl.is/Mynd aðsend
Síðan klippir hún niður hliðarnar.
Síðan klippir hún niður hliðarnar. mbl.is/Mynd aðsend
Double teip kemur sér vel til að festa nammið við …
Double teip kemur sér vel til að festa nammið við boxin. mbl.is/Mynd aðsend
Nammið sem á að fara í boxin.
Nammið sem á að fara í boxin. mbl.is/Mynd aðsend
Síðan er öllu raðað haglega á hvern og einn flöt.
Síðan er öllu raðað haglega á hvern og einn flöt. mbl.is/Mynd aðsend
Hér fyllir Hildur minnsta boxið með litlum sykurpúðum.
Hér fyllir Hildur minnsta boxið með litlum sykurpúðum. mbl.is/Mynd aðsend
Svona mun boxið líta út þegar það opnast af þeim …
Svona mun boxið líta út þegar það opnast af þeim sem er svo heppinn að fá slíkt að gjöf. mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert