Geggjað mexíkóskt lasagna sem bragð er af

Girnilegt lasagne að hætti Matarmanna.
Girnilegt lasagne að hætti Matarmanna. mbl.is/Matarmenn

Ef það eru einhverjir sem kunna að raða saman hráefnum í góða uppskrift, þá eru það Matarmenn. Hér er ómótstæðilegt mexíkóskt lasagna.

Mexíkóskt lasagna að hætti Matarmanna

  • 1 rauðlaukur
  • 6 hvítlauksgeirar (kreistir)
  • 3 chili, fræhreinsuð
  • 80 g smjör
  • 1 kg nautahakk
  • 4-5 msk. Hardcore carnivore TEX MEX
  • 1 salsa sósa
  • 200 g rjómaostur
  • 2 msk. tómatpúrra
  • 250 g mexíkósk ostablanda
  • 200 g cheddar ostur
  • 6 stórar tortillur
  • 1 dolla sýrður rjómi
  • Ferskur kóríander

Pillo de gallo

  • 8 plómutómatar
  • ½ rauðlaukur
  • 3 msk. smáttskorinn kóríander
  • Safi úr ½ lime
  • 1 msk. cummin
  • 1 msk. mulin kóríanderfræ

Aðferð:

  1. Undirbúið  og skerið rauðlaukinn, hvítlaukinn og chili.
  2. Útbúið Pillo de gallo-ið og setjið inn í ísskáp.
  3. Hitið ofninn í 180°.
  4. Hitið pönnu á meðalháan hita með smjörinu.
  5. Næst fer smátt skorinn rauðlaukur, kreistir hvítlauksgeirar og chili á pönnuna. Steikið þar til grænmetið mýkist.
  6. Nú fer hakkið saman við, steikið þar til vökvinn hverfur og hakkið er orðið brúnt.
  7. Kryddið hakkið með Hardcore carnivore kryddinu og blandið vel saman.
  8. Nú fer salsa sósan, tómatpúrran og rjómaosturinn saman við og allt hrært vel saman. Leyfið að malla í 5-10 mínútur.
  9. Skerið tortilla kökurnar í helminga og komið fyrir í eldföstu móti.
  10. Setjið í eftirfarandi röð, 4 hæðir (kökur, hakk, ostur. Lokahæðin er svo toppuð með hakkrétt og cheddar osti.
  11. Inn í ofn þar til osturinn hefur bráðnað og borið fram með Pillo de gallo, sýrðum rjóma og ferskum kóríander.

Pillo de gallo

  1. Allt smátt skorið og blandað saman.
  2. Geymið inn í kæli þar til borið fram.
mbl.is/Matarmenn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert