Eftirsóttar pönnur fást nú hér á landi

mbl.is/Instagram_Matarmenn

Það er ómissandi að eiga góða pönnu við eldhússtörfin, en okkar ágætu menn hjá Matarmenn, hafa tekið að sér að flytja inn hinar eftirsóttu pönnur frá Combekk. Pönnurnar þykja einstaklega vandaðar og ekki síður smartar fyrir augað.

Við settum okkur í samband við Matarmenn, þá Anton og Bjarka Þór – sem fræddu okkur nánar um pönnurnar. En nýverið settu þeir inn á Instagram ítarlegar upplýsingar og prufukeyrðu pönnurnar, fyrir okkur hin til að fræðast og „upplifa“. Combekk er hollenskt fyrirtæki og eru þeir fyrstir í heiminum til að framleiða sjálfbær eldunaráhöld úr endurunnum afurðum án allra eiturefna.

Eiturefnin enda í matnum
Síðustu ár hefur umræðan um eiturefni í pottum og pönnum orðið talsvert háværari. Verandi menn með mikinn áhuga á eldamennsku náði þessi umræða til okkar og í kjölfarið fórum við að skoða betur þær vörur sem við sjálfir höfðum verið að nota. Þá kom í ljós að í skápunum okkar leyndust vörur sem við myndum ekki vilja nota í dag. Það kom okkur einnig virkilega á óvart hversu margir framleiðendur eru enn að framleiða vörur sem innihalda eiturefni sem sleppast út í matinn okkar og geta verið okkur skaðleg“, segja Matarmenn í samtali.

„Í framhaldinu fórum við að leita að framleiðendum sem notast ekki við eiturefni af neinni sort, og þar kynntumst við Combekk, sem framleiðir meðal annars keramík húðaðar pönnur sem eru án PFOA og PFAS efna. Flest könnumst við við húðaðar pönnur, en þær þykja með svona þæginlegustu heimilispönnunum – enda festist ekkert við þær. Það er þó mjög sjaldgæft að þær séu án eiturefna þvi miður. Þar að auki leggur Combekk mikla áherslu á sjálfbærni og eru allar þeirra vörur framleiddar úr endurunnum afurðum. Við höfum lengi verið hrifnir af stáli og steypujárni í okkar eldamennsku og að geta nú keypt slíkar vörur úr endurunnum afurðum þótti okkur svo magnað að við urðum að koma þessum vörum til landsins“, segja þeir félagar að lokum. Og rétt er að benda á að pönnurnar eru fáanlegar á heimasíðunni þeirra HÉR.

Combekk pottarnir eru án allra eiturefna.
Combekk pottarnir eru án allra eiturefna. mbl.is/Instagram_Matarmenn
mbl.is/Instagram_Matarmenn
mbl.is/Instagram_Matarmenn
mbl.is/Instagram_Matarmenn
mbl.is/Instagram_Matarmenn
mbl.is/Instagram_Matarmenn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert