Verslunarrisinn Harrods í London býður viðskiptavinum sínum í mathöllinni, opnunartíma sem hentar næturbrölturum.
Í verslunarkjarnanum Harrods, sem ætti að vera mörgum Íslendingum kunnugur – hafa matsölustaðirnir fengið lengri opnunartíma. Því getur viðskiptavinurinn sest niður í rólegheitunum eftir að verslunum hefur verið lokað og gætt sér á bita, því staðirnir eru með opið til hálf tólf á kvöldin. Hér um ræðir sex veitingastaði sem flestir þjóna mat nánast til miðnættis frá þriðjudegi til laugardags, ásamt vín og kokteilum ef einhverjir séu á þeim nótunum.
Michelin stjörnukokkurinn Jason Atherton, hefur til að mynda sett saman tvo matseðla fyrir Harrods Social, á viðráðanlegu verði. En Ashley Saxton, forstöðumaður veitingahúsanna í Harrods, segir í fréttatilkynningu að það sé ánægjulegt að geta boðið viðskiptavinum upp á alvöru veitingahúsaupplifun á einum eftirsóttasta stað í heimsborginni London – allt frá fersku sushi yfir í þyngri steikur, þá ættu allir að finna eitthvað við sittt hæfi.