Þessi pastaréttur er með eindæmum bragðgóður og einfaldur. Hráskinkan hefur þann eiginleika að gera allan mat betri og mozzaerella osturinn ætti að vera í öllum mat.
Hérna höfum við rétt sem er dæmi um það hvað góð hráefni eru mikilvæg. Ekkert flókið - öllu blandað saman í eitt fat og útkoman er dýrindis kvöldmatur eða réttur í saumklúbbinn eða á veisluborðið.
Pasta með hráskinku og mozzarella kúlum
- 2 öskjur kokteiltómatar
- 3 stk. hvítlauksrif
- 1⁄2 tsk. chili flögur
- 2 tsk. salt
- handfylli ferskar kryddjurtir, t.d. timjan eða rósmarín
- 500 g fusilli pasta
- 100 g grænt pestó
- 100 g spínat
- salt og pipar
- 180 g mozzarella perlur eða kúlur
- 80 g hráskinka
- handfylli fersk basilíka
Aðferð:
- Hitið ofn í 200°C.
- Setjið tómatana í eldfast mót ásamt ólífuolíu.
- Kremjið hvítlaukinn saman við og dreifið salti, chili flögum og kryddjurtum yfir.
- Hrærið öllu létt saman og bakið í ofni í 10-15 mín.
- Sjóðið pastað á sama tíma samkvæmt leiðbeiningum, þegar það er full soðið, sigtið vatnið frá og setjið pastað aftur í pottinn.
- Blandið pestó, spínati og helmingnum af mozzarella ostinum saman við pastað.
- Takið þá eldfasta mótið úr ofninum og blandið pastanu saman við tómatana í eldfasta mótinu.
- Sáldrið salti og pipar saman við eftir smekk.
- Þá er restinni af mozzarella ostinum dreift yfir ásamt hráskinkunni.
- Setjið aftur inn í ofn í u.þ.b. 10 mín.
- Skerið basilíkuna niður og dreifið yfir réttinn þegar hann kemur úr ofninum.
Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir