Við eigum að borða meiri fisk og fátt er betra og einfaldara á borðið en fiskibollur. Hægt er að fá hágæða úrvals fiskibollur sem framleiddar eru úr íslensku sjávarfangi út í næstu búð og við hvetjum ykkur svo sannarlega til þess. Hér er það Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem er steikir bollurnar upp úr smjöri og ber svo fram með dýrindis karrýsósu.
Þetta er það sem við köllum fullkominn kvöldverð.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Fiskibollur og karrýsósa
Fyrir um 4-5 manns
Fiskibollur
- 2 pakkar af Gríms fiskibollum
- 50 g smjör
Aðferð:
- Steikið bollurnar upp úr smjöri við miðlungshita þar til þær verða aðeins stökkar að utan og vel heitar í gegn.
Karrýsósa uppskrift
- 1 laukur (smátt saxaður)
- 50 g smjör
- 2 msk. karrý
- 350 ml vatn
- 450 ml rjómi
- 2-3 msk. kraftur (ég nota oftast nauta)
- 50 g Maizenamjöl
- Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Steikið laukinn upp úr smjöri þar til hann fer að mýkjast.
- Bætið þá karrý á pönnuna og steikið aðeins áfram, saltið og piprið eftir smekk.
- Hellið vatni og krafti næst á pönnuna og leyfið aðeins að malla.
- Því næst fer rjóminn á pönnuna og hitið að suðu, bætið Maizenamjölinu saman við og hrærið vel, lækkið hitann.
- Leyfið sósunni aðeins að malla og kryddið til með salti og pipar (og meiri krafti) eftir smekk.
Annað meðlæti
- Soðin hrísgrjón
- Ferskt salat
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir