Það verður ekki af því skafið að okkar hugmyndaríka fólk þarna úti, sér til þess að allt sé upp á tíu fyrir páskana. Hér má sjá nýjasta æðið í páskaskrauti, en það eru svokallaðir „eggjakransar“, fylltir blómum, fjöðrum eða jafnvel kertum ef því er að skipta.
Svona gerir þú eggjakrans
Aðferð:
- Gerðu lítið gat ofan á eggin til að hreinsa innihaldið út. Notaðu eggin sjálf til matargerðar – búðu til eggjakökur fyrir fjölskylduna.
- Skreyttu eggjaskurninn ef þú vilt.
- Límdu eggin saman á hliðunum í hring – eins og blómsveig. Hér er gott að nota pott til að raða eggjunum ofan í og mynda heilan hring.
- Skreytið að vild og gleðilega páska.
Eggjakrans er nýjasta æðið.
mbl.is/@diy_camilla
mbl.is/ @tantegroenshave/ Jytte Aggerholm Justesen
mbl.is/@nordic_cozy_creative