Svona endurnýjar þú eldhúsið á nokkrum dögum

Það þarf ekki að vera flókið að breyta til í …
Það þarf ekki að vera flókið að breyta til í eldhúsinu. mbl.is/mbl.is/&SHUFL

Dreymir þig um nýtt eldhús en veskið neitar að gefa eftir? Hér eru nokkur atriði sem hægt er að gera til að flíkka upp á eldhúsið sem þurfa ekki að kosta mikinn pening – en gera heilmikið fyrir rýmið.

Blöndunartæki
Skiptu út blöndunartækinu við eldhúsvaskinn – kannski viltu prófa að færa þig út í svart eða gyllt. Það mun án efa fríska upp á heildarútlitið.

Handföng
Ný handföng á skúffur og skápa geta miklu breytt. Hér getur þú sett þinn persónulega stíl á innréttinguna án þess að það kosti mikinn pening.

Málaðu vegg
Það breytist margt með smá málningu á veggina. Veldu lit sem gefur góða og mjúka andstæðu við sjálfa innréttinguna.

Lýsing
Gefðu eldhúsinu nýtt líf með spennandi lýsingu – því með góðri lýsingu breytist „allt“! Hugaðu út í vinnuljós sem og kósí lýsingu jafnvel á vegginn.

Nýjar hillur
Þú gætir losað þig við þunga efri skápa og skipt út með léttari hillum til að leyfa fallegu leirtauinu að njóta sín betur.

Flísar
Sértu með flísar á veggnum er ekki vitlaus hugmynd að mála þær eða skipta út fyrir annarskonar efnivið á vegginn. Hugmyndirnar eru óteljandi!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert