Glasakóngurinn Frederik Bagger í samstarf við fataframleiðanda

Frederik Bagger kynnti nýverið nýtt samstarf við herrafatamerkið Mos Mosh.
Frederik Bagger kynnti nýverið nýtt samstarf við herrafatamerkið Mos Mosh. mbl.is/Instagram_Frederik Bagger

Okkar eftirlætis kristalskóngur, Frederik Bagger, kynnir nýtt samstarf með þekktu herrafatamerki.

Það var í byrjun árs sem Frederik Bagger kynnti nýtt samstarf með herrafatamerkinu Mos Mosh – þar sem tvö þekkt hönnunarmerki mætast undir sama hatti. Nýja vörulínan hefur verið kynnt til leiks, en þar má meðal annars sjá hin þekktu Crispy Mate glös og karöflu, merkt fatamerkinu. Þar fyrir utan geta herrar fest kaup á stuttermabol eða peysu sem sameinar þetta nýja samstarf – en vörurnar eru fáanlegar á vefsíðunni HÉR.

Önnur nýjung sem Frederik Bagger býður upp á, er að nú geta fyrirtæki leitað til þeirra með að láta sérmerkja fyrir sig kristalinn ef slíkt óskast - þá bæði með texta sem og logoi.

mbl.is/Instagram_Frederik Bagger
mbl.is/Instagram_Frederik Bagger
mbl.is/Instagram_Frederik Bagger
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert