Hér fer matarbloggarinn Linda Ben mikinn og leikur sér með dýrindis lambalæri sem er hvítlauks- og piparkryddlegið. Meðlætið er dýrindis sósa, marineraðir tómatar og smjörsteiktir sveppir.
Hvítlauks og piparkyddlegið lambalæri með smjörsteiktum sveppum, marineruðum tómötum, kartöflubátum og fersku salati
- Hvítlauks og piparkryddlegið lambalæri frá SS
Aðferð:
- Takið lambalærið út úr kæli og leyfið því að standa við stofuhita í u.þ.b. 2-3 tíma.
- Kveikið á ofninum og stillið á 160°C.
- Setjið lambalærið í eldfastmót ásamt timjan og rósmarín og setjið kjöthitamæli inn í miðjuna á kjötinu, bakið þar til kjarnhiti nær 60°C (meðalsteikt), tími fer eftir hversu stórt lærið er og hversu kalt það var þegar það fór inn í ofninn, en við erum alltaf að tala um klukkutíma +.
Rjómasveppasósa
- 1/2 laukur
- 250 g sveppir
- 2 msk. smjör
- 3 hvítlauksrif
- 500 ml rjómi
- vökvinn sem fellur til af lambakjötinu inn í ofninum
- 2 stk. nautakrafts teningar eða eftir smekk, fer eftir því hversu mikið af vökva fellur til af kjötinu.
- 1 dl rauðvín
- svartur pipar og salt eftir smekk
- 1 msk. gráðostur
- sósulitur eftir smekk
Aðferð:
- Skerið laukinn fínt niður og steikið hann upp úr örlitlu smjöri.
- Skerið sveppina niður og bætið þeim út á pönnuna ásamt restinni af smjörinu, steikið þangað til mesta vatnið af sveppunum er gufað upp.
- Pressið þrjú hvítlauksrif út á og steikið létt í 1-2 mín, hellið svo rjómanum út á. Bætið kraftinum sem féll af lambakjötinu út í sósuna ásamt teningunum rauðvíninu, smá pipar og salt og gráðostinum.
- Látið sósuna sjóða svolítið og bætið svo meira af kjötkrafti, salt og pipar, rauðvíni og gráðosti eftir smekk.
Marineraðir tómatar
- 4 stórir tómatar
- ½ rauðlaukur
- 1 hvítlauksgeiri
- 1 dl hágæða jómfrúar ólífu olía
- 2 msk. balsamik edik með hunangi
- 1 lúka ferskt basil
- Salt og pipar
Aðferð:
- Skerið tómatana niður í frekar þykkar sneiðar, ca 1 cm þykkar, dreifið þeim á fallegan disk.
- Skerið rauðlaukinn og hvítlauksgeirann mjög smátt niður og setjið í skál ásamt ólífu olíu, balsamik ediki.
- Skerið basil niður og setjið út í skálina ásamt salti og pipar, blandið öllu vel saman og hellið yfir tómatana.
- Gott að gera með smá fyrirvara og leyfa þessu aðeins að taka sig áður en þetta er borið fram.
Smjörsteiktir sveppir með timjan
- 250 g kastaníu sveppir
- 100 g smjör
- u.þ.b. 5 greinar ferskt timjan
Aðferð:
- Bræðið smjörið á pönnu og setjið sveppina út á ásamt timjan, leyfið að malla við vægan hita þar til sveppirnir eru eldaðir í gegn.