Morgunverðurinn sem fullkomnnar páskana

Ofnbakað brauð með berjum - ofsalega gott.
Ofnbakað brauð með berjum - ofsalega gott. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Ljúffengt ofnbakað brauð fyllt með grísku jógúrti, eggi, kanil, hlynsírópi og ferskum berjum – í boði Hildar Rutar, sem segir réttinn vera fullkominn í brönsinn eða þegar maður vill gera vel við sig.

Ofnbakað brauð sem fullkomnnar páskana

Uppskriftin gerir tvær brauðsneiðar

  • Tvær þykkar súrdeigsbrauðssneiðar eða annað gott brauð
  • 1 egg
  • 2 msk Antos grísk jógúrt
  • 1 tsk kanill
  • 2 msk hlynsíróp
  • 7-9 hindber
  • 3 stór jarðaber

Aðferð:

  1. Skerið brauðið í þykkar sneiðar.
  2. Pressið í miðjuna með skeið eða litlu desilítra máli og myndið skál (eða dæld) í brauðsneiðarnar.
  3. Hrærið eggið saman við gríska jógúrt, kanil og hlynsíróp. Blandið öllu vel saman.
  4. Hellið ofan í brauðið.
  5. Skerið berin smátt og dreifið ofan í  eggjablönduna.
  6. Bakið í ofni í 12-15 mínútur við 180°C.
  7. Stráið flórsykur yfir í gegnum sigti og berið fram með meira sírópi. Mmmm…og njótið vel.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka