Nýtt glæsihótel opnar í Köben

25hours - nýtt hótel í Kaupmannahöfn.
25hours - nýtt hótel í Kaupmannahöfn. Mbl.is/25hours

Enn eitt glæsihótelið hefur opnað í einni vinsælustu höfuðborg Íslendinga – Kaupmannahöfn. Hér er stórkostlegur veitingastaður, glamúr bar og kaffihús.

Í gamalli byggingu, við hliðin á hinu þekkta „Rundetårn“, er gömul bygging sem eitt sinn var hluti af háskólanum, en hefur verið breytt í hótel með hvorki meira né minna en 243 herbergjum og svítum. Hótelið kallast 25hours, og geymir mörg spennandi rými sem kallast skemmtilegum nöfnum eins og ‘The Vinyl Room’, ‘The Love Library’ og ‘Assembly Hall’  - en í því síðastnefnda er fullkomið að taka morgunbollann, fá sér snarl eða ljúffengan drykk. Veitingastaður hótelsins kallast 'NENI' og ‘Café Duse’ býður einnig upp á léttar veitingar.

Stíllinn á hótelinu er frábrugðinn hinni dæmigerðu skandinavísku hönnun, þar sem litir og munstur eru notuð óspart í innréttingar og á veggi – og gefur hótelinu einstakan karakter og sjarma.

Mbl.is/25hours
Mbl.is/25hours
Mbl.is/25hours
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert