Hér eru skotheld ráð fyrir þá sem ætla grípa í pensilinn og mála veggina heima fyrir. Því jú, flest okkar spilla of mikilli málningu út um allt við verkið.
- Ef þú ætlar þér að mála hurð, þá er stórsnjallt að vöðla álpappír vel utan um hurðahúninn til að pensillinn fari ekki hamförum þar og sóði allt út. Tekur enga stund að græja og hvað þá að taka af aftur.
- Settu teygju utan um málningadósina eftir að þú hefur opnað hana. Sjáðu til þess að teygjan sé um miðja dósina og í hvert skipti sem þú dregur pensilinn upp, þá strýkur þú honum létt utan í teygjuna sem skafar það mesta (eða eins mikið og óskað er), af penslinum.
- Þegar þú pakkar penslinum niður, er snjallt að nota lítinn plastpoka. Settu hendina inn í pokann og taktu utan um pensilinn og snúðu pokanum við.