Einn smartasti veitingastaður Kaupmannahafnar

Kōnā Eatery er japanskur veitingastaður í Kaupmannahöfn sem verður að …
Kōnā Eatery er japanskur veitingastaður í Kaupmannahöfn sem verður að prófast. Mbl.is/Kōnā Eatery

Hafið þið heyrt talað um japanska veitingstaðinn Kōnā Eatery í Kaupmannahöfn? Ef ekki, þá er vel við hæfi að setja staðinn á listann og prófa í næstu heimsókn.

Veitingastaðurinn hefur getið að sér gott orð fyrir framúrskarandi mat og þjónustu – svo ekki sé minnst á fegurð staðarins sem er einstaklega smart. Eigandi staðarins, Philipp Inreiter, hefur frá upphafi alltaf sóst eftir að bjóða upp á einfaldan mat og góða stemningu þar sem gestir mega alltaf búast við spennandi upplifun.

Hér er boðið upp á átta rétta matseðil, sem er sérvalin af kokkinum. Smáréttir bornir fram með sake, eða öðru víni. Eitt af því vinsælasta á matseðli er einnig „sando“, eða japönsk samloka -  hvítt japanskt mjólkurbrauð fyllt með svínakjöti, en samlokuna má einnig finna í grænmetisútgáfu og þykir algjört lostæti. En þess má geta að í japan eru engin takmörk fyrir því hvað sett er í samlokurnar.


Fyrir áhugasama sælkera, þá má finna staðinn hér:

Kōnā Eatery, Bag Elefanterne 15, 1799 København.

Mbl.is/Kōnā Eatery
Mbl.is/Kōnā Eatery
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert