Sumarlegt humarpasta í hvítlauksrjómasósu

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Hérna er algjörlega geggjað pasta á ferðinn sem ætti að hringja inn sumarið. Það er Berglind Guðmunds á GRGS.is sem á heiðurinn að þessari snilld sem ætti að koma öllum í gott skap.

Sumarlegt humarpasta í hvítlauksrjómasósu

Fyrir fjóra

  • 1 msk ólífuolía
  • 500 g humar
  • 2 msk smjör
  • 6 hvítlauksrif, pressuð
  • 500 ml rjómi
  • 1 1/2 dl hvítvín (kjúklingasoð)
  • 1 1/2 dl parmesanostur, rifinn
  • salt og pipar
  • fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

  1. Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
  2. Hitið olíu á pönnu og léttsteikið humarinn. Takið af pönnunni og geymið.
  3. Bætið smjöri út á pönnuna og steikið hvítlaukinn í 30 sek og bætið þá hvítvíni saman við. Látið malla í 2-3 mínútur.
  4. Bætið þá rjóma og parmesan saman við og látið malla áfram í nokkrar mínútur, en þó ekki sjóða.
  5. Bætið humrinum saman við og smakkið til með salti og pipar.
  6. Berið fram með spaghetti og steinselju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert