Græjan sem grillararnir verða að eignast

Það er geggjað að grilla og margir eru þegar búnir að draga fram grillið fyrir sumarið. Ein er sú græja sem fæstir nota en matreiðslumenn elska að nota. Við getum kallað þetta hreinræktað kokkatrix en við erum að tala um sigti!

Sigti er sumsé notað þegar grilla á smáa hluti sem geta annarf fallið á milli teinananna. Eins er vinælt að nota sigti þegar grilla á sjávarrétti og annað þessháttar sem er viðkvæmt.

Mikilvægt er að vera með vír eða stál sigti sem bráðnar ekki eða kviknar í.

Við fórum á stúfana og rákumst á fjölda góðra sigta í flestum verslunum en best var þó sigtið frá Tamis (fæst í Kokku) en hægt er að leggja það beint á grillið og það lofar ansi hreint góðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert