Enginn trúir að þetta sé IKEA eldhús

Ljósmynd: Malcolm Begg/@Designsixtynine

Við fjöllum reglulega um þegar fólk nýtir IKEA innréttingar sem góðan grunn sem það breytir síðan eftir sínu nefi. Útkoman er iðullega stórskemmtileg og hér er ein besta IKEA umbreyting sem við höfum séð.

Heiðurinn að þessu eldhúsi er hönnuðurinn Malcolm Begg en hann og maki hans voru að gera upp gamalt hús og vildu að eldhúsið væri í takt við húsið.

Jafnframt vildu þeir ekki eyða of miklu í eldhúsið þar sem framkvæmdir við húsið höfðu kostað meira en gert var ráð fyrir.

Ákveðið var að nota TORHAMN innréttingu frá IKEA sem grunn í eldhúsið. Framhliðarnar eru úr aski en Begg málaði þær og bætti við listum. Listar voru lykillinn að vel heppnaðir breytingu eins og sjá má á myndunum því eldhúsið er í senn úthugsað og fullt af vel útfærðum smáatriðum.

Borðplatan var keypt á eBay ásamt vaskinum.

Annað sem vekur athygli er undurfagur leirtauskápur en hann er einnig úr smiðju IKEA. Um er að ræða MALSJO skápa sem voru festir saman og málaðir.

Ljósmynd: Malcolm Begg/@Designsixtynine
Hér sést MALSJO skápurinn vel.
Hér sést MALSJO skápurinn vel. Ljósmynd: Malcolm Begg/@Designsixtynine
Ljósmynd: Malcolm Begg/@Designsixtynine
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingu.
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingu. Ljósmynd: Malcolm Begg/@Designsixtynine
Svona lítur TORHAMN eldhúsinnrétting út.
Svona lítur TORHAMN eldhúsinnrétting út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert