Guðdómlegur gratíneraður fiskur með stökku beikoni

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Fisk­ur er svo miklu meira en bara soðin ýsa. Hér höf­um við þorsk­hnakka með dassi af rjóma og al­veg fullt af osti sem ger­ir fisk­rétt­inn að al­gjör­um lúx­us!“ seg­ir Berg­lind Guðmunds á GRGS.is um þessa snilld­ar upp­skrift og við tök­um und­ir hvert orð.

Guðdómlegur gratíneraður fiskur með stökku beikoni

Vista Prenta

Grat­ineraður þorsk­ur með graslauk og stökku bei­koni

  • 700 g þorsk­ur
  • salt og pip­ar
  • 150 g bei­kon, skorið í litla bita og steikt
  • 1 lauk­ur
  • 2,5 dl rjómi frá Gott í mat­inn
  • 1 dós 18% sýrður rjómi frá Gott í mat­inn
  • 1/​2 búnt graslauk­ur, saxaður smátt
  • 1 msk. dijon sinn­ep
  • 1 dl rif­inn mozzar­ella­ost­ur frá Gott í mat­inn

Leiðbein­ing­ar

  1. Skerið fisk­inn í 2-3 bita, saltið og piprið.
  2. Skerið bei­kon og lauk niður og steikið á pönnu.
  3. Blandið rjóma, sýrðan rjóma, graslauk og sinn­ep sam­an í skál og hellið yfir fisk­inn. Látið bei­kon og lauk­inn yfir og endið á að strá mozzar­ella­osti yfir allt.
  4. Bakið í 210°C heit­um ofni í 20 mín­út­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert