Guðdómlegur gratíneraður fiskur með stökku beikoni

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Fiskur er svo miklu meira en bara soðin ýsa. Hér höfum við þorskhnakka með dassi af rjóma og alveg fullt af osti sem gerir fiskréttinn að algjörum lúxus!“ segir Berglind Guðmunds á GRGS.is um þessa snilldar uppskrift og við tökum undir hvert orð.

Gratineraður þorskur með graslauk og stökku beikoni

  • 700 g þorskur
  • salt og pipar
  • 150 g beikon, skorið í litla bita og steikt
  • 1 laukur
  • 2,5 dl rjómi frá Gott í matinn
  • 1 dós 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
  • 1/2 búnt graslaukur, saxaður smátt
  • 1 msk. dijon sinnep
  • 1 dl rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn

Leiðbeiningar

  1. Skerið fiskinn í 2-3 bita, saltið og piprið.
  2. Skerið beikon og lauk niður og steikið á pönnu.
  3. Blandið rjóma, sýrðan rjóma, graslauk og sinnep saman í skál og hellið yfir fiskinn. Látið beikon og laukinn yfir og endið á að strá mozzarellaosti yfir allt.
  4. Bakið í 210°C heitum ofni í 20 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert