Er mygla að fara láta okkur henda matvælunum beinustu leið í tunnuna eða er hægt skera hana frá og borða það sem er ómengað? Þegar stórt er spurt eru sérfræðingarnir bestir til að svara.
Skera í burtu
Parmesan ostur er gott dæmi um matvæli sem má auðveldlega skera mygluna frá – þá sirka einn sentimetra í kringum myglublettinn. Sama gildir um rótargrænmeti, gulrætur, rófur, lauk og kartöflur. Sama gildir um engifer.
Ef þú sérð hvítan „feld“ á rót sveppa, þá er það þeirra eigin – og því ekki mygla. Og má auðveldlega fjarlægja þegar þú þrífur sveppina af mold og öðru eins.
Henda
Mygla er merki um að maturinn sé sýktur af myglu og þegar myglan er sýnileg. Oft er ekki hægt að sjá hvort að myglusveppurinn hafi náð að þræða sig í gegnum eða yfir matinn. Þess vegna eru eftirfarandi matvæli á listanum yfir að henda rakleiðis í ruslið.
Brauð, mjúkir ostar eins og Brie eða smurostar. Kjöt, fiskur og fuglakjöt ásamt hnetum og fræjum. Sama gildir um kæfu og safaríka ávexti og grænmeti – tómata, gúrku, vínber, plómur. Fljótandi mjólkurvörur eru einnig á þessum lista, þá mjólk, rjómi, jógúrt og sýrður rjómi. Og ekki má gleyma sultum og sósum á borð við sinnep, tómatmauk ofl.