Eru til ákveðnar reglur um hvernig best sé að borða ristað brauð? Já, greinilega ef marka má þessar fréttir.
Matar-ekspertar þarna úti hafa ákvarðað hvernig best sé að borða ristað brauð og nýta þannig morgunmatinn hvað best. Þeir hjá EatThis, segja að leyndarmálið liggi í því hvernig við höldum á brauðinu – og það er á hvolfi. Þeir segja að þetta snúist allt um bragðlaukana, en fyrst ber þó alltaf að ganga úr skugga um að áleggið standist prófið að fara á hvolf. Og þó að þetta hljómi undarlega, þá fá bragðlaukarnir meira út úr upplifuninni við það að borða brauðið á hvolfi.
Þar að auki, vilja sérfræðingarnir meina að við eigum að við eigum að skera niður grænmetið og geyma það í vatni inn í ísskáp til að það endist lengur.