Risaeðluafmælið sem sló í gegn

Risaeðlurnar slógu heldur betur í gegn í barnaafmæli nú á …
Risaeðlurnar slógu heldur betur í gegn í barnaafmæli nú á dögunum. mbl.is/Mynd aðsend

Við rákumst á skemmtilegar hugmyndir á Instagram síðunni hjá Aðalheiði Ýr. Hún hélt upp á afmæli sonarins fyrir stuttu síðan, er Ólafur Elí varð fimm ára þann 30. apríl síðast liðinn. Þar mátti sjá risaeðlur í ýmsum útfærslum því veitingarnar voru hugsaðar út frá því þema.

„Ólafur Elí er með risaeðludellu á háu stigi og hann var byrjaður fyrir jól að plana afmælisþema. Á síðasta ári voru það sjóræningjar og hvalir. Ég var búin að vera skoða Pinterest til að sanka að mér hugmyndum og hugsa um hvernig væri best að útfæra þetta. Ég fékk síðan Sylvía Haukdal baksturssnilling hjá Bake Me a Wish til að gera sjálfa afmæliskökuna. Hún hefur gert kökur fyrir mig frá því að Ólafur Elí var skírður. Við skreyttum síðan kökuna með risaeðluleikföngum sem Ólafur Elí valdi,“ segir Aðalheiður í samtali.

Hvað var boðið upp á?  „Við vorum með Rice Krispies með Dumle karamellum í risaeðlu formum og lítil nammiegg sem áttu að vera risaeðluegg. Síðan vorum við með heita brauðrúllu, marengstertu, kjúklingalundir, mini hamborgara og pítsur. Því til viðbótar var risaeðlunammi og sykurpúðar í krukku. Við vorum líka með ávexti  á boðstólum og Elli maðurinn minn skar út melónu eins og risaeðluhaus sem kom mjög vel út. Að lokum buðum við upp á sykurlausan berjadjús sem við settum sítrusávexti út í,“ segir Aðalheiður að lokum og við leyfum myndum að tala sínu máli.

Kökuform og diskar var keypt hjá Confetti systers.
Kökuform og diskar var keypt hjá Confetti systers. mbl.is/Mynd aðsend
Afmælisbarnið - Ólafur Elí, fimm ára.
Afmælisbarnið - Ólafur Elí, fimm ára. mbl.is/Mynd aðsend
Kökuna keypti Aðalheiður hjá Bake Me a Wish.
Kökuna keypti Aðalheiður hjá Bake Me a Wish. mbl.is/Mynd aðsend
Þemað var tekið alla leið!
Þemað var tekið alla leið! mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
Fjölskyldan samankomin á afmælisdaginn.
Fjölskyldan samankomin á afmælisdaginn. mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert