Geggjað eldhús í stórbrotinni sumarhöll

Mbl.is/Studio Toff

Dreymir þig um slökun í fallegu sumarhúsi, umvafinn kyrrðinni og náttúrunni – þá væri þetta rétti staðurinn fyrir þig.

Villa Zilverduin er staðsett á hollensku eyjunni Ameland og er hinn fullkomni griðarstaður fyrir fagurkerann, með fullbúnu eldhúsi til að matreiða allt það sem hugurinn girnist. Það er hollenska hönnunarstofan Studio Toff sem sá um endurbætur á þessu gamla einbýli með stráþaki – sem hefur verið breytt í bjart og aðlaðandi sumarhús með aðgangi að 30 km langri strönd.

Stórt og opið eldhús-, borðstofurým býður upp á kvöldverði sem rúmar marga. Og hér sjáum við eldhús frá framleiðandanum Reform – en eldhúsið kallast FRAME með dökkum eikarframhliðum sem gefa hlýjuna í annars ljóst rýmið. FRAME er hannað af snillingunum hjá Note Design Studio og er nútímaleg útgáfa af klassísku sveitaeldhúsi með skandinavískar línur.

Mbl.is/Studio Toff
Mbl.is/Studio Toff
Ljóst og lekkert!
Ljóst og lekkert! Mbl.is/Studio Toff
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert