Tómatsósuframleiðandinn Heinz hefur ákveðið að taka skrefið lengra í átt að umhverfisvænni umbúðum og kynnir tómatsósu í pappaumbúðum.
Heinz tilkynnti nýverið að þeir séu fyrsta sósumerkið til að kanna prófa þann möguleika á að færa neytendum sínum flöskuumbúðir úr pappa. Framleiðandinn hefur sett sér þau markmið að vera eingöngu með endurnýtanlegar umbúðir í öllum sínum vörum árið 2025 – en umbúðarúrgangur er áskorun víða, ekki bara hjá Heinz. Því má búast við því í nánustu framtíð að sjá tómatsósuna í nýstárlegum búning í hillum verslanna.